Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Diljá tók Álfinn með til Liverpool: „Hann verður lukkutröllið mitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í tilefni af því að Álfasalan hefst í þessari viku kom Diljá Pétursdóttir við hjá SÁÁ og tók Álf í yfirstærð með sér á Eurovision í Liverpool.

„Hann verður lukkutröllið mitt,“ segir Diljá. „Álfurinn boðar gæfu og gleði fyrir alla sem fá hjálp frá SÁÁ. Ég er viss um að þessir jákvæðu álfastraumar fylgja mér upp á sviðið í Liverpool.“

Álfasala SÁÁ er ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna. Diljá segir að aldrei hafi verið jafn mikil þörf fyrir góðar undirtektir við Álfinum og nú. „Það er nóg að fylgjast með fréttum til að sjá hvað það skiptir miklu máli að fólk fái aðstoð til að takast á við fíknsjúkdóminn og eignast betra líf.“


Meðfylgjandi er mynd sem Grímur Kolbeinsson tók af Diljá með Álfinn góða áður en hún hélt til Bítlaborgarinnar.

Álfasala SÁÁ stendur frá 10. til 14. maí og verður sölufólk á fjölförnum stöðum um allt land. Einnig verður takmarkað framboð af Álfum í yfirstærð – lukkutröllum – til sölu hjá SÁÁ í Von, Efstaleiti 7.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -