Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Meðstofnandi Google talinn tengjast Jeffrey Epstein en finnst ekki – Hvar er Larry Page?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinar bandarísku Jómfrúareyjur hafa ekki náð að stefna meðstofnanda Google, Larry Page, vegna mögulegra tengsla hans við barnaníðinginn Jeffrey Epstein, vegna þess að hann finnst ekki, samkvæmt skjölum alríkisdómsstóla.

Daily Mail segir frá því að dómsmálaráðherra bandarísku Jómfrúareyja segi að rannsakendur hafi reynt að finna út hvar Page býr, svo hægt væri að birta honum stefnuna. Eftir að þeir fundu fjögur möguleg heimiiisföng, sem engin voru gild, hafa saksóknarar farið fram á að alríkisstjórnin leyfi að Page verði boðaður í gegnum Alphabet, móðurfélag Google, þar sem hann situr enn í stjórn þess.

Á sjálfur einkaeyjur

Tillagan um að stefna Page með „öðrum hætti“ var lögð fram síðastliðinn fimmtudag og er hluti af máli þar sem Jómfrúareyjar halda því fram að JPMorgan hafi auðveldað Epstein að halda úti kynlífsmansalshring með því að sjá um greiðslur hans til samverkamanna sinna og fórnarlamba.

Dvalarstaður Page er að mestu á huldu en í desember var sagt að hann hefði eytt mestum hluta Covid-faraldursins á einum af hans einkaeyjum sem farið hafa fjölgandi innan bandarísku Jómfrúareyja.

Page keypti eyjuna Hans Lollik og minni nágrannaeyju hennar, Little Hans Lollik, árið 2014 fyrir 23 milljón dala eða um einn milljarð króna.

- Auglýsing -
Hans Lollik

JPMorgan

Saksóknarar segja að Epstein „kunni að hafa vísað eða reynt að vísa Page á JPMorgan.“

Samkvæmt skjali í blaðinu segir að Larry Page, meðstofnandi og meðeigandi Alphabet Inc, sem er móðurfélag Google, sé eignamikill einstaklingur sem Epstein hafi mögulega vísað eða gert tilraun til þess að vísa á JPMorgan.

- Auglýsing -

Page er einn af þó nokkrum viðskiptamönnum og milljarðamæringum sem hin Karabíska ríkisstjórn hefur stefnt vegna ásakana um tengsl við JPMorgan og Epstein. Saksóknarar Jómfrúaeyja höfðu áður stefnt fyrrum framkvæmdarstjóra JPMorgan, Jes Staley, hinum meðstofnanda Google, Sergey Brin og fyrrum framkvæmdarstjóra Disney, Michael Ovitz.

Málið kom upp aðeins vikum áður en núverandi forstjóri JPMorgan, Jamie Dimon verður látinn taka pokann sinn, síðar í mánuðinum.

Bankinn er sakaður um að sjá um 55 reikninga Epsteins á árunum 1998 til 2013, mörgum árum eftir að hann var fyrst handtekinn fyrir að níðast á fjórtán ára stúlku árið 2006.

Þá hefur fjöldi kvenna sakað Epstein um kynferðislega misnotkun sem fram fór meðal annars á einkaeyju hans, Little St. James, sem notuð var sem miðstöð mansalshrings þar sem Epstein flutti inn stúlkur undir lögaldri svo hægt væri að misnota þær kynferðislegar. Fjöldi þekktra manna áttu vingott við Epstein, þar á meðal Andrés bretaprins, Bill Gates, Stephen Hawkins og Bill Clinton.

Jeffrey Epstein lést í fangelsi 2019 en opinberu dánarorsökin er sjálfsvíg en margt bendir til morðs.

Stephen Deckoff, athafnamaður og fjárfestir hefur nú keypt eyju Epsteins og hyggst breyta henni í lúxus dvalarstað.

Árið 2021 var sagt frá því í fréttum á Fiji að Larry Page hafi gefið Fiji-eyjum Covid-sjúkragögn í faraldrinum, samkvæmt miðlinum Insider en fréttin hvarf á dularfullan hátt. Þar sást Page á eyjunni Namotu. Heimildir sögðu Insider að heilbrigðisyfirvöld á Fiji hafi beðið um að fréttin yrði tekin niður, því upplýsingarnar hafi aldrei átt að koma fyrir sjónir almennings.

Enn er óvíst hvar Page er staðsettur síðan hann var á Fiji en leitin heldur áfram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -