Sunnudagur 12. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Guðni sneri við blaðinu kornungur eftir að vera kominn í neyslu: „Foreldrar mínir þjáðust mikið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni Gunnarsson, frumkvöðull og stofnandi Rope Yoga, segir að fólk sé upp til hópa að flýja sjálft sig löngum stundum og það geti ekki endað öðruvísi en í þjáningu.

Guðni, sem er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar, segir lykilatriði að fólk byrji að koma fram við sjálft sig eins og mikilvægustu manneskjuna í eigin lífi:

Sölvi er alltaf flottur og frábær spyrjandi.

,,Það er mikil þreyta, sjúkdómar og neysla í samfélaginu okkar. Við erum ekki komin á endastöð í þeirri þróun, en það eru sífellt fleiri eru líka að snúa við blaðinu. Þrýstingurinn af því sem er hætt að virka er að verða svo mikill að fólk verður að leita inn á við. Við erum meira og minna flest að afneita okkur sjálfum stóran hluta dagsins. Við erum oft á tíðum eins og fló á skinni og höldum að við séum hugsanir okkar. Það veldur því svo að það er ekki gott að vera í eigin návist og maður verður friðlaus.

Sársauki er óumflýjanlegur, en þjáning er í raun val.

Þjáning á sér stað af því að við flýjum það sem er. Það er ekki hægt að flýja hugsanir sínar eða skuggana, en með því að varpa ljósi á þessa hluti byrja þeir að losna. Stærsta vandamál okkar flestra er viðnámið sem við veitum þjáningunni og þannig verður til kvíði.

Með því að hafna því sem er búum við til viðnám og viðnámið er yfirleitt miklu stærra vandamál en það sem við erum að hafna. Við getum ekki gefið öðrum það sem við eigum ekki sjálf og þess vegna verður vegferðin að byrja á því að við komum fram við okkur sjálf eins og mikilvægustu manneskjuna í okkar lífi.”

- Auglýsing -

Guðni segir algengast að fólk breytist ekki raunverulega fyrr en það er komið á botninn og segist þekkja það af eigin raun:

,,Þegar fólk vaknar til vitundar og sér að eitthvað sem einu sinni virkaði er löngu hætt að virka, verður næsta skref að vera að taka ábyrgð á því og gera breytingar. Flestir ná ekki að horfast í augu við þennan stað fyrr en þeir eru komnir á botninn. Þess vegna verða oft mestu breytingarnar þegar fólk er komið þangað.

Þá opnast fyrir auðmýkt og vilja til að breyta öllum viðhorfum og þá gerast oft magnaðir hlutir.

- Auglýsing -

Við höfum flest lent á þessum stað þar sem eitthvað verður að breytast og maður er raunverulega tilbúinn.

Í tilverunni er aðallögmálið orsök og afleiðing og það uppskera allir eins og þeir sá.”

Guðni þekkir þennan stað af eigin raun. Hann hefur unnið við heilsu í áratugi og fór sjálfur að skoða heilsu fyrir alvöru eftir að hafa rekið sig harkalega á veggi sem ungur maður:

,,Það var mikið kapp í mér þegar ég var ungur maður og ég kem úr umhverfi þar sem var bæði neysla og mikil veikindi. Báðir foreldrar mínir þjáðust mikið og ég byrjaði mjög ungur í neyslu. Bæði reykti og drakk frá unglingsaldri. En ég áttaði mig fljótt á því að ég væri svo ástríðufullur og kappsamur í öllu sem ég gerði að ef ég næði ekki tökum á þessu myndi ég valda mér miklum skaða,” segir hann og heldur áfram:

,,Ég er í raun búinn að vera að hugsa um heilsu nánast síðan ég var barn. En það kom tímapunktur þar sem ég vissi að ég yrði að velja og eftir það var ekki aftur snúið. Ég keypti Heima­val, sem var ein fyrsta versl­un­in með lík­ams­rækt­ar­tæki á Íslandi.

Á þessum tíma var feimnismál að stunda líkamsrækt eða eitthvað annað en bara hreinræktaðar íþróttagreinar. Þannig að fólk var að fela tækin undir rúmi og þar fram eftir götunum. En svo breyttist það og í kjölfarið kom ákveðið blómatímabil í líkamsrækt á Íslandi, þar sem Jón Páll Sigmarsson spilaði stórt hlutverk.

Ég hef farið inn í flesta kima heilsubransans, en eftir öll þessi ár nýt ég þess að vera núna með skjólstæðinga sem vilja taka ábyrgð. Fólkið sem kemur til mín núna er komið á þann stað að vera tilbúið að taka ábyrgð og það er blessun að vinna með fólki sem er á þeim stað.”

Hér er slóðin á þáttinn:

https://www.youtube.com/watch?v=Xo0zLU0TI7c

Þáttinn með Guðna og alla aðra þætti Sölva má síðan nálgast inni á www:solvitryggva.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -