Hildur Kristín Stefánsdóttir eða einfaldlega Hildur eins og flestir þekkja hana var að senda frá sér glænýtt lag sem ber heitið 1993.
Lagið samdi Hildur til fimm ára sjálf síns með von um að hún mundi heyra það. Frá því að Hildur man eftir sér hefur henni dreymt um að vera listakona en leiðin hefur ekki alltaf verið greið. „Þetta lag er mjög persónulegt og ekki auðvelt að sleppa því frá sér. Ég er mjög stolt af hvar ég er í dag og ég vildi að fimm ára ég gæti séð það.“
1993 er þriðja lagið sem heyrist af komandi EP plötu en hún kemur út á næstunni. Margt er á döfinni hjá Hildi en hún er á fullu að semja nýtt efni, kemur fram á tónlistarhátíðinni Sónar í Bandaríkjunum og heldur heljarinnar tónleika í Sierra Leone.