Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

„Ég þori fyrst núna að syngja fyrir framan annað fólk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tómas Welding er tvítugur Hafnfirðingur sem sendi nýlega frá sér lagið Sideways. Þrátt fyrir að vera á miklu flugi í tónlistinni hefur áhugi hans ávallt legið í kvikmyndagerð. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kvikmyndagerð og öllu sem viðkemur henni, sérstaklega kvikmyndatöku og leikstjórn – en tónlistaráhuginn hefur einnig alltaf verið til staðar. Ég þori bara fyrst núna að kýla á það að gefa út og syngja fyrir framan annað fólk. So far, so good.“

Um tilurð lagsins segir Tómas að kvöld eitt þegar hann kom seint heim hafi hann skellt takti í eyrun og ýtt á upptöku og þannig hafi Sideways orðið til.

„Textalega séð „meikar það ekki beinlínis sens“ því það er allt saman spunnið á staðnum, í þeim þriggja mínútna ramma sem lagið er.“ Litla systir Tómasar, Tobba (Þorgerður Katrín), á hlut í því en Tómas segist hafa fengið hana til liðs við sig til að ljá laginu fjölbreytileika.

Þess má annars geta að margt spennandi er á döfinni hjá Tómasi. Hann er langt kominn með sína fyrstu plötu og þar kemur rapparinn vinsæli, JóiPé, ansi mikið við sögu. Hægt er að hlusta á Sideways á Albumm.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

dfkjpogv

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -