Rússland hefur nú sent tvær sprengjuflugvélar á herflugvöll nálægt landamærum Finnlands og Noregs. Báðar vélarnar geta borið kjarnaodda.
Samkvæmt rússneska útlagafjölmiðlinum Meduca, hefur Rússland sent tvær sprengjuflugvélar af gerðinni Tu-160 og 14 Tu-95 á Olenya herflugvöllinn á Kola-skaga. Báðar geta flugvélarnar borið eldflaugar sem og kjarnaodda. Náðst hefur gervihnattamyndi af flugvellinum en fyrir var talsverður fjöldi herflugvélar á vellinum.
Flugvöllurinn er staðsettur aðeins 200 kílómetra frá landamærum Rússlands að Finnlandi og Noregi.
Sprengjuflugvélarnar sem sendar voru á Olenya-flugstöðina hafa tekið þátt í stýriflaugaárásum á Úkraínu, segir í frétt Barents Observer. Útvarpseftirlitsmaður sem fylgist með rússnesku herflugi sagði að flugvélar hafi farið í loftið frá Olenya-flugstöðinni næstum á hverjum degi í síðustu viku, þar á meðal til að taka þátt í bardögum í Úkraínu.