Mánudagur 25. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

David er ákærður fyrir að drepa eiginkonu sína: „Hún grátbað mig um að hjálpa sér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breskur maður sem myrti eiginkonu sína á dvalarheimili þeirra í Kýpur, segir hana hafa „grátbeðið“ hann um að drepa hana.

David Hunter, fyrrum kolanámumaður frá Norhumberland, hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði en eiginkona hans lést af völdum köfnunar árið 2021. Mirror segir frá þessu.

Meðan á vitnisburði hans stóð, talaði David um hið „fullkomna“ hjónaband þeirra, sem stóð yfir í 52 ár. Hinn 75 ára maður hefur viðurkennt að hafa myrt eiginkonu sína og halda verjendur hans því fram að um líknardauða hafi verið að ræða, að hennar beiðni en hún þjáðist af hvítblæði á lokastigi.

Læknir konunnar sagði hins vegar fyrir rétti í síðustu viku að hún hefði verið með sjaldgæft blóðkrabbamein, en hafi mögulega ekki verið með banvænt hvítblæði.

- Auglýsing -

Í dag sagði David frá því að Janice, eiginkona hans, hefði sífellt orðið veikari og veikari af blóðkrabbanum og að lífsgæði hennar hafi ekki verið nein.

„Hún grátbað mig um að hjálpa sér,“ sagði David með hjálp túlks við réttinn. „Fimm eða sex vikum áður en hún dó, var hún að biðja mig að hjálpa sér, hún spurði sífellt meira um það á hverjum degi.“

Beiðni David í desember um að vera ákærður fyrir manndráp af gáleysi var ekki samþykkt og hefur hann því verið ákærður fyrir morð. Saksóknarar féllust ekki á að eiginkona hans hafi beðið hann um að binda enda á líf sitt án sannana.

- Auglýsing -

„Ef við samþykkjum þetta, myndu framvegis allir menn sem drepa konur segja „Við vorum með samkomulag“,“ sagði ríkissaksóknarinn Andreas Hadjikyrou við blaðamenn.

„Hún var sofandi í leðurstólnum niðri og síðustu viku höfum við sofið saman í þessum stólum,“ sagði David fyrir rétti í dag. „Mér fannst ég svo hjálpar- og vonlaus að ég gæti ekkert gert fyrir hana. Á hverjum degi bað hún mig um þetta af meiri ákefð. Ég vildi það ekki eftir 57 ára samband með henni. Ég vildi það alls ekki. Hún byrjaði að grátbiðja mig. Ég vildi ekki gera það, ég neitaði. Hún sagði „Ég get ekki haldið áfram, þetta er ekkert líf fyrir mig. Við förum bara á spítalann og höngum heima. Ég get ekki haldið áfram“. Hún fór að vera hysterísk, þannig að ég sagði við hana „Já, ég skal hjálpa þér. Ég mundi ekki segja þér hvenær eða hvernig“. Ég ætlaði ekki að láta verða að því. Ég sagði henni þetta til að róa hana niður.“

Lögfræðingar Davíðs sögðu að hann hafi verið illa áttaður á þessum tíma og að hann þyrfti að fara í geðmat. Hins vegar komst dómstóllinn að því að Hunter hafi verið skýr þegar hann framdi verknaðinn og vitað hvað væri að gerast. Það hafi sannast er hann hringdi í bróður sinn eftir á þar sem hann sagðist ætla einnig að drepa sjálfan sig.

David sagðist hafa vonað síðustu níu dagana fyrir andlát hennar, að hún myndi skipta um skoðun. „Ég myndi aldrei drepa eiginkonu mína,“ sagði hann saksóknaranum Andreas Hadjikyrou undir yfirheyrslu.

Verjandi hans, Ritsa Pekri spurði hann hvernig síðustu dagar fram að andláti konu hans hafi verið en David svaraði: „Hún grátbað og grátbað og grátbað. Hún var ekkert að hugsa um sig. Síðustu tvær til þrjár vikur gat hún ekki hreyft hendurnar sínar og átti í vandræðum með fæturnar, hún náði ekki að halda jafnvægi. Hún borðaði bara súpur, hún gat ekki haldið neinu niðri. Hún missti mikla þyngd. Hún misst svo mörg kíló að það var ekkert hold til að sprauta hana í.“

Veikindi hennar ollu því að Janice þjáðist af svo slæmum niðurgangi að síðasta þrjú og hálfa árið hefði hún þurft að ganga með bleyju, sagði David í réttarhöldunum.

„Ég hugsaði um það allan sólarhringinn hvað ég ætti að gera. Ég var að reyna að fá hana til að skipta um skoðun allan tímann. Ég var að segja henni að þetta væri ekki auðvelt.“

Hann lýsti því hvernig hann að lokum hélt lófum sínum yfir vitund hennar. „Ég man ekki mikið frá þessum lokadegi. Ég fór að laga kaffi og hún byrjaði að gráta,“ sagði David.

„Ég man að ég hafði lófana yfir munn hennar og nef. Ég veit ekki einu sinni hvernig mér datt það í hug. Ég veit ekki hversu lengi ég hélt höndunum mínum þar. Hún reyndi ekki að stöðva mig. Ég sagði í yfirheyrslunni sagði ég að hún hefði veitt mótstöðu, en hún gerði það ekki. Hún hreyfði höfuðið en ég held hún hafi ekki einu sinni opnað augun.“

Lögmaður David, Michael Polak frá Justice Abroad samtökunum sagði: „Ég held að hann hafi gert vel [miðað við sönnunargögnin]. Hann er ánægður að geta talað um þetta. Hann var eina manneskjan sem var á vettvangi þegar þetta gerðist. Enginn veit í raun hvað gerðist fyrir utan hann. Þetta er mjög sorglegt mál. Þau áttu langt og ástríkt samband. Hann tók einu erfiðustu ákvörðun sem nokkur getur verið beðinn um af ástvini.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -