Íslenskur kalmaður var dæmdur til fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku fyrir umferðarlagabrot. 14. september í fyrra ók maðurinn undir áhrifum níu tegunda fíkniefna og slævandi lyfja. Í blóðsýni mældist amfetamín, MDMA, metamfetamín, aprazólam, brómazepam, desmetýlklórdíazepoxíð, klórdíazepoxíð og morfín. Flest eru þetta róandi lyf sem alloft eru misnotuð.
Þá var maðurinn stöðvaður aftur undir áhrifum ávanaefna þann 13.desember síðastliðinn. Í blóðsýni mældust fimm efni, kannabis, MDMA, alprazólam, díazepam og nordíazepam. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi.
Árið 2018 gekkst maðurinn undir lögreglustjórasátt fyrir svipuð brot en var aftur dæmdur árið 2020 og nú síðast í fyrra.