Björn Birgisson samfélagsrýnir með meiru kallar tjóna- og eyðileggingarskrá sem þjóðarleiðtogar Evrópu skifuðu undir í morgun, „samkvæmsleik fína fólksins“.
Í nýrri færslu á Facebook veltir Björn fyrir sér tjóna- og eyðileggingarskránni sem skrifað var undir í Hörpu í morgun en hann telur það fyrirséð að Rússar muni hlæja að skráningunni.
„Tjóna- og eyðileggingarskrá stríðs.
Er þetta ekki algjörlega fyrirséð?“
Bjarni nokkur svaraði Birni í athugasemd: „Þessi skrá er forsenda stríðsskaðabóta og upptöku falins fjár í vestrænum bönkum. Trúðu mér, Björn, þeir vita hvað þeir eru að gera. Ella hefðu þeir leitað álits virkra í FB færslum.“
Þessu er Björn sammála: „Sjálfsagt satt og rétt, en mestu máli skiptir auðvitað hvað „greiðandinn“ telur sér skylt að gera.“
Því svaraði Eðvarð nokkur með spurningum: „Voru ekki milli 300 og 400 milljarðar dollarar í eigu rússneska ríkisins frystir í vestrænum bönkum? Er ekki verið að skapa einhvern lagalegan grundvöll til þess að geta gert þessa fjármuni upptæka?“