Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
0.9 C
Reykjavik

Jógakennarinn sem skrifar ástarsögur – Grænmeti er gott fyrir geðheilsuna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytandi vikunnar er Marta Eiríksdóttir. Hún er jógakennari og rithöfundur og var einmitt að gefa út fjórðu skáldsöguna sína, hugljúfa ástarsögu.

Marta er gift Friðriki Þór Friðrikssyni, rafvirkjameistara og eiga þau tvö uppkomin börn, og fjögur barnabörn. Marta og Friðrik búa í miðri náttúruparadís Suðurnesjabæjar, í Nátthaga hverfi.

Marta er ekki grænmetisæta en hefur lært að meta neyslu grænmetis. Matarinnkaup hennar snúast mikið um grænmeti, það skiptir öllu máli.

Gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu ?

Já ég geri það en legg samt mikið upp úr því að verslanirnar sem ég kaupi af, bjóði upp á gott úrval af fersku grænmeti á sanngjörnu verði, ferska hrávöru og lífrænar matvörur.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

- Auglýsing -

Ég legg mikið upp úr því að kaupa hollustu en ekki óhollustu, yfirleitt lífrænt. Lífrænar vörur endast betur og ég þarf ekki eins mikið af þeim, til dæmis hýðisgrjón gera mig saddari en hvít unnin hrísgrjón. Þó þær lífrænu séu dýrari í innkaupum þá er reynsla mín sú að þær vörur eru ekki eins útþynntar og unnar matvörur.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

Ef það kallast að endurnýta að nýta vel þær matvörur sem ég á í skápunum og ísskápnum, prófa nýjar útfærslur með því sem ég á til, þegar ég nenni ekki út í búð. Ég held það skipti máli að hugsa daginn áður hvað ég ætla að hafa í matinn næsta dag en þá eru kaupin oft skynsamlegri. Alls ekki að fara svöng út í búð að kaupa í matinn!

- Auglýsing -

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

Lykilorðið mitt í matarinnkaupum er hvar fæst ferskasta grænmetið, ferskasta kjötið og fiskurinn, ferskasta matvaran? Ég elda alltaf frá grunni, kaupi ekki tilbúin mat. Auðvitað finnst mér þó gaman að fara út að borða.

Fatnað kaupi ég afar sjaldan, ég á svo mikið af fötum að mér endist ekki ævin að nota þau öll! Ég prófa að raða þeim saman á nýjan hátt.

Þegar ég kaupi gjafir þá hugsa ég alltaf, myndi ég vilja fá þetta að gjöf? Það þarf ekki að kosta mikið, það er hugurinn á bak við sem gildir.

Hverju átt þú erfiðast með  að draga úr kaupum á?

Ferskt grænmeti skiptir öllu máli í innkaupum hjá mér, sem meðlæti, sem hrásalat, sem þeytingur.

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Já auðvitað en ég er ekki sammála því að heimsendir sé í nánd! Mér þykir mjög vænt um náttúruna enda bý ég mitt í fuglaparadís. Ég bjó í Noregi í sex ár og þar flokkuðum við allt rusl í fimm tunnur heima hjá okkur. Það er löngu kominn tími til að við Íslendingar flokkum ruslið okkar. Það er mjög mikilvægt skref fyrir einstaklinga í átt að umhverfisvernd.

Annað sem þú vilt taka fram?

Börn læra að borða ferskt grænmeti af okkur fullorðnum, það skiptir því miklu máli að þau fái að borða grænt á hverjum degi og á laugardögum með ídýfu sem nammi. Okkur líður svo miklu betur þegar við borðum meira af grænmeti sem hefur mikil áhrif á geðheilsu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -