Björn Sigurðsson bóndi í Úthlíð í Biskupstungum er jarðsunginn í dag. Hann lést þann 11. maí, 87 ára að aldri á hjúkrunarheimilinu Móberg.
Björn fæddist árið 1935 þann 6. júlí í Úthlíð og ólst þar upp. Hann stundaði hefðbundið nám í barnæsku sinni og gekk svo í íþróttaskólann í Haukadal.
Eiginkona Björns var Ágústa Margrét Ólafsdóttir, hún lést árið 2004. Börn hjónanna eru , Ólafur, Sigríður, Hjördís og Jónína. Hjónin eiga 12 barnabörn og 6 barnabarnabörn.
Árið 2006 reisti Björn kirkju til minningar um eiginkonu sína. Kirkjan kallast Úthlíðarkirkja.
Bjarni Harðarson, rithöfundur og útgefandi, minnist Björns á Facebook-síðu sinni.
veislugleðin ein nægði til að skapa Úthlíðarmönnum frægð
„Björn Úthlíðarbóndi var nútímamaður og ekki fyrr en með hækkandi aldri að hann fór að sína verulegan áhuga á fornri sögu sinnar sveitar. Þá var oft gaman að skrafa við hann um sauðaeign Tungnamanna, örnefni fjalla og höfund að gömlum húsgöngum þessarar sveitar. Jafnt þó að við værum oft ósammála um smáatriði. Það logaði í augum Björns alla tíð sú lífsgleði og bjartsýni að mönnum þótti gott að vera með honum, jafnt þótt fyrirgangurinn væri nokkur. Þessi bjartsýni á lífið gerði hann óþreytandi og veislugleðin ein nægði til að skapa Úthlíðarmönnum frægð,“ skrifar Bjarni.