Þóra Dungal, fyrrverandi leikkona, er látin aðeins 47 ára að aldri. Hún lést vegna fíknisjúkdóms. Þóra var á árum áður fyrirsæta og lagði seinna fyrir sig kvikmyndaleik. Hún lék Stellu í kvikmyndinni Blossa lék.
Þóra lætur eftir sig tvær dætur. Vinir hennar minnast hennar á Facebook. Þeirra á meðal er Jóhann Sigmarsson leikstjóri. „Hún elsku Þóra mín Dungal er fallin frá. Það var alltaf mjög góður vinskapur á milli okkar. Hún var náttúrutalent af Guðs náð, svo skemmtileg sem manneskja og hjarthlý var. Ég á ótrúlega góðar minningar og fallegar um hana. Aðstandendum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Farvel fuglinn minn,“ skrifar Jóhann.
Rósa Guðmundsdóttir framleiðandi minnist hennar einnig með fallegum hætti. Þær kynntust fyrir 20 árum.
„Við kynntumst þegar ég var nýorðin edrú á Íslandi, og hún vildi sannarlega vera það líka. Það var alltaf barátta fyrir hana. Ég vil bara heiðra minningu hennar. Hún elskaði fjölskylduna sína meira en allt annað. Hún lætur eftir sig tvær fallegar dætur. Ég er alltaf í molum þegar fíknin tekur í burtu fallegar, góðar sálir …,“ skrifar Rósa á Facebook-síðu sinni.