Samkvæmt dagbók lögreglu barst tilkynning um mögulega ölvaðan ökumann. Lögreglan stöðvaði för ökumanns sem ólmur reyndi að komast undan lögreglu og gekk svo langt að bakka á lögreglubifreiðina. Sá mögulega fulli var handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur og umferðarslys. Í kjölfarið var honum skutlað niður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í klefa í þágu rannsóknar.
Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem illa gekk að fá út úr bifreiðinni. Farþeginn svaf sem steinn sökum ölvunar í leigubifreiðinni hans.
Tilkynnt um fingralangan einstakling sem dundaði sér við að brjótast inn í bifreiðar, hann náðist stuttu seinna og var með meint þýfi meðferðis. Fingralangi var fluttur á lögreglustöðina þar sem tekinn var af honum skýrsla. Honum var slepptum lausum að því loknu.
Allmargar tilkynningar bárust vegna óspekta og hávaða í fjölbýlishúsum, sem lögreglan sinnt og ræddi við húsráðendur.