Lögreglu barst tilkynning um mann sem stóð fyrir utan hús og barði þar á útidyrahurð. Þegar lögregla kom á vettvang reyndist maðurinn eiga heima í húsinu. Hafði hann lykla meðferðis og ætlaði sér að fara inn að sofa. Skömmu síðar barst lögreglu tilkynning um þjófnað úr verslun en þegar betur var að gáð reyndist málið einnig byggt á misskilningi.
Tveir menn voru handteknir vegna gruns um nytjastuld og er málið í rannsókn. Þá var brotist inn í heimahús á höfuðborgarsvæðinu en ekki kom fram í dagbók lögreglu hverju þjófarnir stálu. Þá hafði lögregla afskipti af ógnandi manni í verslun og sinnti hefðbundnu umferðareftirliti. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.