Lögreglu barst þrisvar sinnum tilkynning frá vegfarendum í gær sem hafði orðið vart við fólk í annarlegu vímuástandi. Í einu tilvikana þurfti að kalla til sjúkrabifreið vegna ástands eins aðilans en að öðru leyti voru málin leyst án íþyngjandi aðgerða. Skömmu síðar handtók lögregla par sem grunað var um þjófnað og akstur undir áhrifum fíkniefna.
Í Hafnarfirði hafði lögregla afskipti af manni vegna vörslu fíkniefna og brots á vopnalögum. Lögregla tók skýrslu af manninum á vettvangi og var hann þar með frjáls ferða sinna. Þá var lögregla beðin um að grípa til aðgerða vegna ungmenna sem voru með mikil læti við verslunarmiðstöð. Krakkarnir höfðu gengið illa um en samkvæmt dagbók lögreglu kom ekki til aðgerða lögreglu í málinu. Lögregla sinnti einnig reglubundnu umferðareftirliti og handtók nokkra ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna.