Steinunn Árnadóttir birti nýjar myndir af því sem hún kallar „hryllinginn á Höfða“. Segir hún eigendur kindanna ekki svara lögreglunni.
Hestakonan og orgelleikarinn Steinunn Árnadóttir birti í gær nýja færslu af ástandinum á Höfða í Borgarfirði en bændur á bænum hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa mun fleiri kindur en fjárhúsin ráða við og fyrir að sinna þeim ekki sem skyldi. Kindurnar virðast vera á vergangi um sveitina. Þá hefur Matvælastofnun verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af dýralækni, fyrir að gera ekkert í málinu og í raun leyfa þessu að viðgangast. Í færslu sinni segir Steinunn meðal annars frá kind sem bar lömb við vegkant og spyr hvað bíði þeirra.
Bændurnir hafa neitað ásökunum um illa meðferð á dýrum sínum og að sagt að nóg pláss sé fyrir þau í fjárhúsi þeirra. Þá hafa þeir sakað Steinunni um aðför og um að vera „athyglissjúka“ og „bilaða“.
Sjá einnig: Segja MAST ekkert gera vegna illrar meðferðar á kindum: „Þetta er bara aðför að okkur“
Færsla Steinunnar í heild sinni:
„Framhald: Hryllingurinn á Höfða
3. Nýborin kind við vegkantinn. Hún var heppin að gera borið sjálf. Lömbin eru ekki eins heppin. Hvað bíður þeirra?“