Alls eru 911 börn á biðlista eftir leikskóla í Reykjavík.
Fram kemur í Morgunblaðinu að hátt í þúsund börn séu á biðlista eftir leikskólaplássi í borginni. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við Morgublaðið í dag að það hafi verið lagður fram biðlisti á leikskólana í borgarstjórn og kom þá í ljós að 911 börn eru á listanum í maí 2023.
„Þessi vandi, eins og við höfum bent á, verður ekki leystur nema með fjölbreyttum lausnum og við höfum margsinnis lagt fram tillögur þess efnis,“ segir Marta.
Borgarfulltrúinn segir að meirihlutanum í borgarstjórn ekki hafa náð að takast á við neyðarástandið sem við blasi, tölurnar sýna það skýrt.