Fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur og grínistinn Jón Gnarr skrifaði skondna á Twitter þar sem hann kvartar undan veðrinu og segir haustlægðina vera komna.
Íslendingar hafa keppst um að komast úr landi í sólina undanfarna mánuði en veðrið hér á landi þessa dagana, sem hefur verið vægast sagt misjafnt, hefur aukið þá samkeppni töluvert.
„ekki kominn júní og fyrsta haustlægðin er komin! mætti alveg einhver axla smá ábyrgð og segja af sér,“ skrifaði Jón og vakti kátínu fylgjenda sinna.
ekki kominn júní og fyrsta haustlægðin er komin! mætti alveg einhver axla smá ábyrgð og segja af sér pic.twitter.com/WhcUzcnjEr
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) May 23, 2023