Sunnudagur 27. október, 2024
2.1 C
Reykjavik

Samfylkingin áfram stærst – VG hefur tapað helmingi af fylgi sínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hef­ur ekki mælst minna en nú; stuðningurinn er nú 35,2%, en þetta kemur fram í niður­stöðu könn­un­ar Maskínu á fylgi flokka á Alþingi.

Sjálf­stæðis­flokk­ur er mældur með 19,2% fylgi; fékk 24,4% greiddra at­kvæða í síðustu Alþing­is­kosn­ing­um; tap­ar þannig 5,2%.

Fram­sókn­ mæl­ist með 10% fylgi; fékk 17,3% greiddra at­kvæða í síðustu kosn­ing­um; tap­ar 7,3%.

VG mæl­ist með 6,1% fylgi; fékk 12,6% greiddra at­kvæða í síðustu kosn­ing­um; tap­ar 6,5%; helm­ing af fylgi sínu.

Sam­fylk­ing­in er stærsti stjórn­mála­flokk­ur lands­ins samkvæmt könn­un Maskínu; Fylgi Samfylkingarinnar hef­ur auk­ist mjög mikið síðan í Alþing­is­kosn­ing­un­um árið 2021; þá fékk flokk­ur­inn 9,9% greiddra at­kvæða.

Fylgi Samfylkingarinnar hef­ur vaxið jafnt og þétt. Í mars síðastliðnum mæld­ist Sam­fylk­ing­in með 24,4% fylgi; í apríl 25,7% – nú með 27,3% fylgi.

- Auglýsing -

Pírat­ar mæl­ast með 11% fylgi; Viðreisn með 9,1% – Miðflokk­ur­inn með 6,4% – flokk­ur fólks­ins með 5,6% og þá er Sósí­al­ista­flokk­ur­inn með 5,2% fylgi.

Könn­un­ þessi var gerð dag­ana 4. til 16. maí; 1.726 svar­end­ur tóku af­stöðu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -