Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna en nú; stuðningurinn er nú 35,2%, en þetta kemur fram í niðurstöðu könnunar Maskínu á fylgi flokka á Alþingi.
Sjálfstæðisflokkur er mældur með 19,2% fylgi; fékk 24,4% greiddra atkvæða í síðustu Alþingiskosningum; tapar þannig 5,2%.
Framsókn mælist með 10% fylgi; fékk 17,3% greiddra atkvæða í síðustu kosningum; tapar 7,3%.
VG mælist með 6,1% fylgi; fékk 12,6% greiddra atkvæða í síðustu kosningum; tapar 6,5%; helming af fylgi sínu.
Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt könnun Maskínu; Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist mjög mikið síðan í Alþingiskosningunum árið 2021; þá fékk flokkurinn 9,9% greiddra atkvæða.
Fylgi Samfylkingarinnar hefur vaxið jafnt og þétt. Í mars síðastliðnum mældist Samfylkingin með 24,4% fylgi; í apríl 25,7% – nú með 27,3% fylgi.
Píratar mælast með 11% fylgi; Viðreisn með 9,1% – Miðflokkurinn með 6,4% – flokkur fólksins með 5,6% og þá er Sósíalistaflokkurinn með 5,2% fylgi.
Könnun þessi var gerð dagana 4. til 16. maí; 1.726 svarendur tóku afstöðu.