Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ánægður með heimsókn sína til Lviv í Úkraínu. Hrósar hann hugrekki og baráttuþreki úkraínsku þjóðarinnar.
Borgarstjórinn birti færslu í morgun og ljósmyndir þar sem hann segir stuttlega frá heimsókn sinni til úkraínsku borgarinnar Lviv. Í ferðinni var skrifað undir vinaborgarsamstarf Reykjavíkur og Lviv en einnig var komið á tengingu á milli stoðtækjafyrirækisins Össurar og úkraínsku borgarinnar og skrifað undir samning því til staðfestingar. Færsluna má lesa hér að neðan:
„er að ljúka áhrifaríkri og eftirminnilegri heimsókn til Lviv í Úkraínu. Reykjavík og Lviv skrifuðu þar undir formlegan samning um vinaborgarsamstarf. Við fórum víða, heimsóttum endurhæfingarspítala borgarinnar og lögðum blóm á nýteknar grafir fallinna hermanna við sérstaka athöfn. Hluti af daglegum verkefnum Andriy Sandovyi borgarstjóra er að vera við jarðafarir hermanna úr borginni. Það gerir hann nánast daglega og oft eru þær fleiri en ein.