Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nýtur fádæma vinsælda í embætti sínu, enda alþýðlegur og upplýstur í senn. Embættisferill hans er áfallalaus og embættið hefur sjaldan notið meiri vinsælda á meðal þegna forsetans.
Aðeins er ár eftir af seinna kjörtímabili hans sem lýkur næsta vor. Guðni hefur gefið til kynna að hann muni aðeins sitja tvö kjörtímabil. En það eru ekki allir ánægðir með þá fyrirætlan og vilja að hann gefi kost á sér þriðja kjörtímabilið. Sjálfur hefur hann ekki þvertekið fyrir það og liggur nú undir feldi og hugsar nú málið og ber undir nánasta samstarfsfólk sitt.
Búist er við niðurstöðu á næstu misserum og er talið líklegra að Guðni bjóði sig fram í þriðja sinn. Víst er að ef hann kýs að gefa kost á sér áfram á enginn roð í hann og önnur framboð munu aðeins hafa skemmtanagildi líkt og gerðist þegar Davíð Oddsson og seinna Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður gáfu kost á sér með árangri sem er þjóðinni kunnur …