Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Sólveig Anna gleymir aldrei amerískum rasisma: „Ég drep ykkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir minnist áranna í Minnesota og segir dauða George Floyds ekkert annað en birtingarmynd rótgróins rasisma í Bandaríkjunum.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, bjó í Minnesote í Bandaríkjunum frá 2000 – 2008 og segist hafa notið þar forréttinda í ljósi stöðu sinnar sem hvítrar konu af norrænum ættum. Öðru máli hafi gegnt um fólk af afrískum uppruna. „Hvít kona af norrænum ættum í Minnesota getur búið í veröld þar sem allt er eins og útbúið sérstaklega fyrir hana,“ skrifar Sólveig Anna í færslu á Facebook. „Börnin hennar eru ávallt velkomin allsstaðar, litlu englarnir, svo falleg og góð. Hún og þau njóta forréttinda. Þau þurfa bara að mæta og þeim er afhentur arfurinn; evrópskir landræningjar og manneskjuræningjar rétta hann til þeirra yfir aldirnar. Ekkert getur komið í veg fyrir það.“

Hún segir misskiptinguna sem hvítir og svartir búa við í Bandaríkjunum hafa komið bersýnilega í ljós þegar hún horfði á fréttaflutning af fellibylnum Katrínu árið 2005. Kerfið hafi afhjúpast í beinni útsendingu. Fólk sem hafi reynt að verða sér út um mat og vatn, í borg sem var að drukkna, hafi í sjónvarpinu verið uppnefnt þjófar. Þarna hafi komið skýrt fram hverjir áttu og máttu hlutina og hverjir ekki. „Ég get ekki andað,“ skrifar Sólveig Anna með vísan í hinstu orð George Floyds, „hefur ekki sammannlega meiningu sem neyðaróp, er ekkert nema opnunar-atriðið að hinni aldagömlu hefðbundnu amerísku sýningu: ‚Þau eru að stela‘.“

Sólveig Anna segist hafa farið að grenja og öskrað á sjónvarpið: Ég drep ykkur. „En ég gat ekkert gert, nema eitt og það var að hætta að grenja og fara að hlusta og heyra og lofa að gleyma aldrei amerískum rasismanum og því hvað hann er og hvað hann þýðir. Lofa að vera til vitnis. Bera ábyrgð á því að fyllast harmi, reiði, bræði, outrage, öskri, viðbjóði, skelfingu, andúð, hatri á amerískum rasisma. Vita að það eru réttu viðbrögðin, einu viðbrögðin. Allt annað er til skammar. Og tími þeirrar tilfinningar er liðinn.“

Hún segir ekkert eftir og ekkert í boði nema algjöra samstöðu með svörtu fólki í Ameríku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -