- Auglýsing -
Fjöldi fólks minnist nú Tinu Turner, drottningu rokksins eins og hún er oft kölluð en hún lést í gær, 83 ára að aldri eftir erfið veikindi. Meðal þeirra sem minnast hennar er Barack Obama, fyrrum forseti Bandaríkjanna.
Obama birti færslu á Twitter í gær þar sem hann sagði að að ljós hennar muni aldrei dvína.
„Tina Turner var hrá. Hún var kraftmikil. Hún var óstöðvandi. Og hún var óafsakandi hún sjálf er hún talaði og söng hennar sannleika í gegnum gleði og sársauka; sigra og harmleiki. Í dag sameinumst við aðdáendum út um allan heim og minnumst drottningu rokksins, stjörnu sem mun aldrei glata ljósi sínu.“