Sveitastjóri Borgarbyggðar sendi starfsmenn til að flytja kindur til eigenda sinna á Höfða í Borgarbyggð. Steinunn Árnadóttir segir sveitastjórann „genginn í lið með dýraníðingum.“
Í nýrri færslu á Facebook birti orgelleikarinn og hestakonan Steinunn Árnadóttir ljósmynd af starfsmanni Borgarbyggðar koma kind upp í bíl á vegum sveitarfélagsins. Nágrannar bændanna á Höfða höfðu veitt kindunum skjól og fæði undanfarna daga en fjöldi kinda er á hálfgerðum vergangi í sveitinni, þar á meðal nýborin lömb. Í færslunni segir Steinunn að kindurnar hafi verið á leið með kindurnar á Borgarnes þar sem afhenta átti sveitarstjóranum þær, þar sem ekki náðist í eigendur kindanna. Hins vegar hafi þá komið að bíll á vegum sveitarfélagsins með kerru og tekið kindurnar og flutt á Höfða. Spyr hún að lokum: „Mig vantar flutning á hryssu undir graðhest á morgun ágæti sveitarstjóri.
Færslan í heild sinni:
„Glænýjustu fréttir af Hryllingnum af höfða.
Er fleiri í röðinni?“
Ekki náðist í Stefán Brodda Guðjónsson sveitarstjóra Borgarbyggðar við vinnslu fréttarinnar.