Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Myrti ófríska barnsmóður sína: „Ég verð að klára þetta, hún verður að deyja núna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Michelle Darragh var í áralöngu ofbeldissambandi með barnsföður sínum, Benjamin Coman. Hún hafði ótal sinnum fyrirgefið honum slæma hegðun sem endaði á því að Benjamin myrti Michelle og ófætt barnið þeirra.
Michelle og Benjamin höfðu verið saman í fimm ár og áttu tvo syni. Þegar Michelle varð ófrísk að þeirra þriðja barni fór hegðun Benjamin versnandi. Hann átti við fíknivanda að stríða og fór meirihluti tekna parsins í kaup á metamfetamíni, kannabis og kókaíni. En auk þess keypti Benjamin oft vændi. Michelle fyrirgaf manni sínum í hvert sinn sem hann braut á trúnaði hennar eða beytti hana ofbeldi. Benjamin sakaði hana síendurtekið um framhjáhald án þess að hafa nokkra ástæðu til. Hún taldi það vera börnunum þeirra í hag að þau væru saman.

Árið 2021 komst Michelle að þriðju þungun sinni. Þá hafði Benjamin eytt öllum sparnaði fjölskyldunnar í fíkniefni. Hann var lítið glaður með fréttirnar af þriðja barninu og skipaði Michelle að fara í fóstureyðingu, ef hún gerði það ekki þá færi hann frá henni.
Í september 2021 tók Michelle syni sína tvo og flutti til foreldra sinna en hélt þó áfram að styðja við barnsföður sinn. Eitt kvöldið fann hún Benjamin meðvitundarlausan eftir að hann reyndi að taka eigið líf. Michelle tókst að bjarga honum og dvaldi hann þá í viku inni á geðdeild.
Benjamin var orðinn illa haldinn af ranghugmyndum. Hann taldi barnsmóður sína fylgja ferðum hans með GPS staðsetningartæki sem hún hafi komið fyrir í heila hans. Hann sagði matvöruverslanir eitra fyrir honum og yfirvöld njósna um hann. Þrátt fyrir slæmt ástand hans var hann sendur heim með lyf.
Þremur vikum eftir að Michelle bjargaði barnsföður sínum fór hún á fyrrum heimili parsins til þess að sækja föt, þá gengin þrjá mánuði á leið. Fyrr um daginn hafði hún rifist við Benjamin sem neitaði að láta hana hafa pening.

Foreldrar Michelle urðu áhyggjufull þegar hún var búin að vera í þónokkurn tíma hjá Benjamin. Hún svaraði ekki símtölum og að lokum ákvað faðir hennar að leita hennar. Þegar þangað var komið fann hann dóttur sína líflausa og Benjamin við hlið hennar. Þau höfðu bæði hlotið nokkur stungusár. Faðir Michelle sá að dóttir hans væri látin og taldi barnsföður hennar vera það líka. Hann hringdi í neyðarlínu og síðar í eiginkonu sína. Þegar sjúkraliðar komu á vettvang var Michelle og ófætt barn hennar úrskurðuð látin, Benjamin var þó enn á lífi.

Michelle með foreldrum sínum.

Við yfirheyrslu játaði Benjamin að hafa myrt Michelle og síðar stungið sjálfan sig. Hann sagði að hann hafi upphaflega ætlað að taka eigið líf fyrir framan hana en þegar hann tók upp eldhúshníf reyndi hún að flýja. Hann stakk hana þá í lærið. „Þegar ég var búinn að stinga hana einu sinni hugsaði ég: „Ég verð að klára þetta, hún verður að deyja núna,““ sagði Benjamin við yfirheyrslur.

Benjamin var dæmdur í 25 ára fangelsi. Synir Michelle, sem eru tveggja og fimm ára, búa hjá foreldrum hennar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -