Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Samfélagsmiðlastjarna lést í beinni útsendingu:„Búinn að drekka þrjár flöskur og að byrja á fjórðu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samfélagsmiðlastjarna sem kallaði sig Brother Three Thousand fannst látinn stuttu eftir áskorun sem hann tók í beinni útsendingu á TikTok. Raunverulegt nafn hans var Wang Moufeng, hann var einungis 34 ára gamall.
Áskorunin var að drekka sjö flöskur af sterku áfengi en hann var í einskonar keppni við annan áhrifavald. Áfengismagnið í drykknum var á milli 30% og 60% og fannst hann látinn 12 tímum eftir að hann innbyrði áfengið.

„Ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið hann drakk en á þeim tíma sem ég fylgdist með var hann búinn að drekka þrjár flöskur og var að byrja á þeirri fjórðu. Þegar fjölskylda hans kom að honum var hann löngu farinn,“ sagði vinur Wang.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -