Er Jane Sayner var að leita sér að íbúð til leigu fyrir löngu fann hún tveggja herbergja íbúð með garði í St Albans, sem er norðvestan við Melbourne í Ástralíu.
Það er DV sem greindi fyrst frá.
Jane leist vel á íbúðina; tók hana á leigu og hefur aldrei séð eftir því. Er hún hafði búið í íbúðinni í heil 23 ár hringdi eigandi íbúðarinnar, John Perrett, í hana.
John var lyfsali, knattspyrnumaður, fasteignamógúll og síðast en ekki síst, mannvinur.
Á 83 æviárum hafði John tekist að auðgast mikið.
Leigjandinn Sayner starfaði á markaði allt þar til hún fór á eftirlaun; sem þýddi að ráðstöfunartekjur hennar minnkuðu mikið.
Símtalið frá John breytti öllu:
„Ég hugsa stundum um, hvort þetta hafi gerst í raun og veru,“ sagði hún í samtali við 9 Now.
Þegar John hringdi í hana sagði hann henni að hann vildi að hún talaði við lögfræðing hans:
„Hann er hérna hjá mér og þú þarft að segja honum fullt nafn þitt því ég ætla að gefa þér íbúðina,“ sagði John, sem glímdi við Parkinson-sjúkdóminn og hafði heilsu hans hrakað mjög mikið þegar þarna var komið við sögu; hann var síðar fluttur á hjúkrunarheimili og lést í september 2020, 86 ára gamall.
John ánafnaði Royal Melbourne sjúkrahúsinu mestu af auðæfum sínum, en þar gekkst hann undir nýrnaígræðslu árið 1990.
Sayner býr enn í íbúðinni; verður John ævinlega þakklát fyrir manngæsku hans:
„Ég þakka honum enn þá daglega fyrir. Ég segi við mig sjálfa: „Takk John.“