Sökum þess að leigubílstjórar eru flestir sjálfstæðir atvinnurekendur sem halda úti rekstri á eigin kennitölu virðast þeir illa passa inn í hlutabótaúrræði stjórnvalda vegna COVID-19. Bílstjórarnir eru ósáttir og vilja fá bætur.
„Við getum því ekki breytt neinu þótt okkur þyki eitthvað ósanngjarnt fyrir þennan hópinn eða hinn“
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnnunar, staðfestir vandann og bendir á að stofnunin starfi aðeins eftir settur reglum sem hafi orðið til þess að leigubílstjórar falli utan úrræðanna. „Þetta er alveg rétt hjá þeim, þeir falla mjög illa inn í regluverkið og við getum ekkert annað gert en starfað eftir því. Við getum því ekki breytt neinu þótt okkur þyki eitthvað ósanngjarnt fyrir þennan hópinn eða hinn,“ segir Unnur.
Unnur segir að þónokkrir leigubílstjórar hafi leitað til stofnunarinnar undanfarið og segir leitt að hafa ekki getað hjálpað þeim betur. „Þetta er vandamál, þetta er það. Mér finnst það mjög leitt en þannig eru bara lögin og reglurnar. Hvað leigubílstjórana varðar hafa þeir viljað halda áfram vinnu þrátt fyrir mikinn samdrátt og ég skil vel þá stöðu. Ég átta mig á því að þarna hefur verið ákveðinn ómöguleiki í gangi en þetta fer vonandi að verða búið núna,“ segir Unnur.
Nánar er fjallað um málið í Mannlífi sem kom út í gær