Náttúrulaugar og manngerðar laugar og pottar úti í íslenskri náttúru eru hrífandi fyrirbæri. En flöskur, dósir, sígarettustubbar og annað rusl setur ljótan svip á þessa baðstaði. Mannlíf tók nokkra umsjónarmenn lauga og potta úti á landi tali til að forvitnast um umgengnina, m.a. Björn Magnússon sem hefur haft umsjón með lauginni í Reykjarfirði í Arnarfirði.
„Það er svona djammumgengni, ef svo má að orði komast, sem er vandamálið,“ segir Björn. Hann segir reglulega koma upp að hann þurfi að hreinsa upp bjórdósir og sígarettustubba í kringum laugina. „Það hefur komið tvisvar sinnum upp núna í vor,“ segir Björn.
Hann tekur fram að það séu ekki erlendir ferðamenn sem gangi illa um heldur frekar ungmenni sem búa í nágrenni sem koma síðla kvölds í laugina. „Það eru helst þau sem sjá sér ekki fært um að taka ruslið til baka með sér,“ segir Björn.
Lestu umfjöllunina í heild sinni í nýjasta Mannlífi.