Eurovision-stjarnan Daði Freyr Pétursson er með Covid.
Nú þegar sumarið er á næsta leyti, að minnsta kosti sum staðar á landinu, hafa hverskyns pestir verið að hrjá landsmenn. Magakveisa hefur verið að ganga, flensa og gamla góða kvefið. Já og líka Covid þó fólk sé alveg hætt að kippa sér upp við það, nema auðvitað þau sem eru viðkvæm fyrir.
Tónlistarmaðurinn vinsæli, Daði Freyr er alls ekki ókunnugur Covid-veirunni en tvívegis kom faraldurinn í veg fyrir að Gagnamagnið stígi á Eurovision-sviðið, fyrra skiptið var engin keppni haldin og í seinna skiptið veiktist einn úr bandinu og þurftu meðlimirnir að fylgjast með keppninni í sjónvarpinu á hótelherbergi sínu. Þá fékk Daði Freyr veiruna í febrúar í fyrra. Og aftur er hann kominn með veiruna. Í færslu á Twitter skrifaði hann: „Hello Covid my old friend“ og vitnaði þar í hið stórgóða lag Simon og Garfunkel, Sound of Silence. Aðdáendur hans hvaðanæva úr heiminum hafa keppst við að óska honum skjótan bata og Mannlíf slæst hér með í hópinn og óskar þess sama.