Dómur féll nýlega yfir íslenskum karlmanni sem ákærður var fyrir þrjár líkamsárásir.
Fyrsta árásin átti sér stað í júní 2021. „Slegið hann með kústskafti úr áli í höfuð, og sparkað og kýlt brotaþola í höfuð og maga, með þeim afleiðingum að hann hlaut mar hægra megin á hnakka, mar á augnloki vinstra megin, skrámur og bólgur í andliti og eymsli yfir hægri kjálkalið,“ segir í lýsingu í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.
Tveimur mánuðum tók maðurinn aftur af skarið og veittist að öðru fórnalambi. „slegið hann tveimur höggum í höfuð með kylfu, með þeim afleiðingum að hann hlaut lófastóra kúlu aftan á hnakka.“
Síðasti liður ákærunnar snýr að líkamsárás sem átti sér stað síðastliðið sumar, við hringtorg á Vesturlandsvegi. „Slegið hann með krepptum hnefa í andlit, með þeim afleiðingum að hann hlaut nokkurra sentimetra skurð í neðri vör, svo sauma þurfti níu spor í vörina.“
Maðurinn játaði brotin fyrir dómi. Horft er að endurtekinni háttasemi hans til refsiþyngingar. Hann var yngri en 18 ára þegar fyrri tvö brotin voru framin, og nýlega orðinn 18 ára þegar það síðasta var framið. Sökum ungs aldurs var ákvörðun refsingar frestað og fellur niður að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn skilorði.