Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Lögreglan fann nokkra hluti sem gætu tengst Madeleine – Sá þýski neitar sök

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkrir hlutir fundust á dögunum við leit í portúgölsku uppistöðulóni í tengslum við hvarf Madeleine McCann, samkvæmt þýskum yfirvöldum. Frá þessu segir BBC.

Madeleine McCann

Madeleine litla hvarf úr orlofshúsi fjölskyldu sinnar í Algarve í maí 2007. Lögreglan er með hinn þýska Christian Brueckner, 46 ára, grunaðann um að hafa rænt stúlkunni en hann situr nú inni fyrir að nauðga eldri konu í Algarve árið 2005. Lögreglan segir að hann hafi búið á svæðinu frá 1995 til 2007. Hann neitar sök í máli Madeleine.

Portúgalska lögreglan aðstoðaði þá þýsku við að leita við Arade uppistöðulónið í Portúgal í síðustu viku. Sporhundar, þungavélar og hakar voru notaðir þá þrjá daga sem leitin stóð yfir og fundust nokkrir hlutir sem þótt vert að rannsaka frekar. Of snemmt er þó að segja til um það hvort hlutirnir, sem nú er verið að grandskoða, séu tengdir hinni týndu Maddie, samkvæmt þýskum saksóknurum.

Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun BBC um málið:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -