„Það eru allar skoðanir á því að leigubílstjórar séu sniðgengnir þegar kemur að bótaúrræðum stjórnvalda. Við leigubílstjórar erum ekki reiðir en upplifum svolitla mismunun, það verður að segja það. Þetta er talsvert ósanngjarnt,“ segir Daníel Orri Einarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama.
„Við leigubílstjórar erum ekki reiðir en upplifum svolitla mismunun.“
Sökum þess að leigubílstjórar eru flestir sjálfstæðir atvinnurekendur sem halda úti rekstri á eigin kennitölu virðast þeir illa passa inn í hlutabótaúrræði stjórnvalda vegna COVID-19. Útilit er fyrir að aðeins örfáir leigubílstjórar hafi fengið vilyrði fyrir hlutabótaleið stjórnvalda. Flestir þeira virðast aftur á móti hafa fengið höfnun frá Vinnumálastofnun. Forstjóra stofnunarinnar þykir leitt að hafa ekki getað aðstoðað leigubílstjórana betur á meðan faraldurinn hefur gengið yfir.
Nánar er fjallað um málið í Mannlífi sem kom út í dag