Seinheppinn ökumaður bifreiðar var stöðvaður við almennt umferðareftirlit. Reyndist bifreið hans vera á nagladekkjum.cÞá voru börn í bifreiðinni ekki í bílstólum svo sem skylda er þegar ekið er um með börn. Ökumaðurinn fær há sekt fyrir naglana og óvarkárnina.
Sauðdrukkin manneskja sýndi af sér ógnandi hegðun í miðborginni. Hann var handtekinn og samborgurunm hans þannig forðað frá skaða og áreyti. Sá drykkfelld sefur nú í fangageymslu og svarar til saka með nýjum degi. Annar öfurölvi byrjaði helgina með því að verða ofurölvi og til vandræða á skemmtistað í miðborginni. Sá þriðji sofnaði á almannafæri á svipuðum slóðum. Sá var staðinn upp og farinn þá lögreglu bar að.
Ökumaður bifreiðar var stöðvaður við eftirlit grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Þá reyndist ökumaður jafnframt sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu.
Ökumaður stöðvaður eftir hraðamælingu 111km/klst þar sem hámarkshraði er 80km/klst. Á von á greiðslu sektar.
Tilkynnt um innbrot í bifreið. Málið í rannsókn
Skráningarmerki fjarlægð af nokkrum bifreiðum vegna þess að þær höfðu ekki verið færðar til aðalskoðunar á tilskildum tíma eða reyndust þær vera ótryggðar.
Ökumaður bifreiðar stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Tilkynnt um ölvaðan einstakling sem hafði dottið og hlotið við það höfuðáverka.