Nýtt tölublað Mannlífs er komið út. Að þessu sinni eru íslenskir sjómenn heiðraðir í tilefni Sjómannadagsins, sem fagnað verður sunnudaginn 4. júní.
Í blaðinu birtist viðtal við Guðbjart Ásgeirsson þar sem fjallað er um uppgjör hans á Guðbjörgu ÍS. Þá er talað við konur í sjómennsku, börn á sjó og allt hið litríka mannlíf sem fylgir sjómennskunni.
Jón Viðar er á sínum stað með hárbeitta leikhúsrýni.