Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Ósætti í Úlfarsárdal: „Hann er með frjálsa mætingu, leikmenn eru orðnir sturlaðir af reiði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fram beið 4-2 ósigur gegn KA í Bestu deild karla í vikunni; sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson telur að ósætti sé innan Fram með þjálfarann Jón Sveinsson; þar sem Jón hafi ekki verið með liðinu síðustu dagana fyrir tapleikinn, en þetta kemur fram á DV.

Jón Sveinsson þjálfari Fram.

„Nonni Sveins (Jón Sveinsson, innskot blm) fór norður á miðvikudaginn, hitti þá síðan bara á Hótel Kea einum og hálfum tíma fyrir leik. Hann var ekki á æfingu miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag. Er það eðlilegt?“ spurði Kristján Óli í nýjasta þætti Þungavigtarinnar; hann hélt áfram; segir að ósætti ríki í herbúðum Fram vegna þessa.

Kristján Óli Sigurðsson sparkspekingur.

„Hann er með frjálsa mætingu. Leikmenn eru orðnir sturlaðir af reiði yfir þessu. Þetta er mikill kóngur, sat pollslakur á Hótel Kea þegar menn voru að lenda.“

Þess má geta að Fram er í tíunda sæti Bestu deildarinnar; hefur tapað þremur leikjum í röð, en í kvöld tekur liðið á móti Keflvíkingum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -