Gunnar Smári Egilsson segir vaxtahækkanir lítil áhrif hafa á kaupgetu þeirra sem eiga það gott.
Rúv sagði frá því í morgun að sala á nýjum bílum ryki upp, þrátt fyrir háa vexti og verðbólgu. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári skrifaði færslu í grúppu flokksins á Facebook þar sem hann svarar fréttinni í stuttu máli.
Bendir hinn skeleggi sósíalisti á að vaxtahækkanir hafi lítil áhrif á ríka fólkið en segir að ríkisstjórnin og Seðlabankinn vilji refsa hinum fátækari, sem sé ekki fólkið sem sé að keyra upp einkaneysluna.
„Vaxtahækkanir hafa sáralítil áhrif á kaupgetu og -vilja þeirra sem hafa það gott í bullandi góðæri. 15% vextir í 10% verðbólgu og 7% hagvexti er ekki svo vondur díll fyrir þau sem fá til sín afrakstur góðærisins. Sumt af því fólki getur meira að segja staðgreitt bílanna.