Anna Kristjánsdóttir rifjaði upp drepfyndna færslu frá því að hún fór í fyrstu klippinguna eftir útgöngubannið 2020.
Húmoristinn og vélstjórinn Anna Kristjánsdóttir er vel þekkt en hún heldur úti bráðskemmtilegri dagbók á Facebook þar sem hún segir frá ævintýrum sínum í Paradís (sem aðrir kalla Tenerife). Í dag rifjaði hún upp drepfyndna færslu sem hún birti fyrir þremur árum en þá hafði hún farið í sínu fyrstu klippingu eftir Covid-útgöngubannið 2020, á hárgreiðslustofu í Achacay, Tenerife. Með færslunni birti hún tvær myndir af sér í klippingu en það er þriðja myndin sem vekur mestu athyglina. Sjón er sögu ríkari.
„Var í klippingu í morgun. Skil ekkert í því af hverju maskinn helst ekki lengur á sínum stað,“ skrifaði Anna fyrir þremur árum og bætti eftirfarandi ljósmyndum við: