Sunnudagur 12. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Þorsteinn Már lét annan um að reka Guðbjart: „Hann var ekkert hæstur á vinsældalistanum hjá manni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gestur Sjóarans að þessu sinni er Guðbjartur Ásgeirsson skipstjóri, gjarnan kenndur við Gugguna og allir Vestfirðingar og allir landsmenn þekkja það skip og skipstjórana; hann og Ásgeir Guðbjartsson, föður hans. Í viðtalinu fer hann yfir ferilinn og opnar sig meðal annars um það er Guggan var seld, sem var reiðarslag fyrir Vestfirðinga.

Það kom svo að því að Guðbjartur hætti störfum fyrir Samherja og spurður að því hvort hann hefði sagt upp þá neitar hann því.

„Nei, nei, ég fór bara heim. Það voru einhver veikindi hjá barni eða eitthvað. Ég var svo þess heiðurs aðnjótandi að verða ráðinn hjá einhverri útgerð þarna við Afríkustrendur.“

Hann var því fyrst ráðinn af Sjólaskipum sem rann svo saman við Samherja. Honum var þá boðið starfið aftur persónulega. Spurður út í það hvort það hafi verið Þorsteinn Már sjálfur þá liggur ekki á svörum.

„Já,já Ayatollah.“

Í millitíðinni höfðu þeir verið að gera út lítinn plastbát á línu og það má velta því fyrir sér hvort það hafi ekki verið viðbrigði fyrir skipstjóra af stórum togara að vera kominn um borð í lítinn plastbát en Guðbjartur segir ekki.

- Auglýsing -

„Ég fann ekki mikinn mun á mér þarna um borð í þessum 6 eða 10 tonna bát eða hvað þetta var nú eða seinna 121 metra löngum rússatogara, eða sóvíet-togara. Þetta var bara allt í lagi. Allir mínir forfeður höfðu allir verið á smærri bátum og þekktu ekkert annað. Það gekk ágætlega hjá þeim.“

En aftur var Guðbjartur kominn undir Samherja sem keyptu Sjólaskip árið 2007 en hann starfaði þar til ársins 2012.

„Þá var ég bara rekinn.“

- Auglýsing -

Var það Þorsteinn Már?

„Nei. Hann hafði nú ekki það mikinn manndóm í sér að gera það sko. Nei, nei, þar var annar framkvæmdastjóri. Hann hringdi og sendi bara tölvupóst. Ég var bara í fríi úti á Las Palmas. Ég hefði nú alveg getað þolað það að hann hefði getað talað við mann. Þorsteinn Már, frétti ég seinna, hann var þarna úti á Las Palmas. Maður vill nú engum illt en hann var ekkert hæstur á vinsældalistanum hjá manni.“

En hvernig leið Ásgeiri föður hans með þetta allt saman?

„Hann reyndi nú að taka þessu vel. Hann var alls ekki sáttur með þetta. Maður er ekkert að velta þessu upp úr þessu í dag.“

Það má meta það sem svo að Guðbjörgin hafi verið mikilvæg Vestfirðingum á þessum tíma, langt út fyrir það að vera aflasælt fiskiskip. Þarna höfðu menn byggt upp útgerð og störfuðu í þágu síns byggðarlags.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér á efnisveitu Mannlífs.
Þá má lesa viðtalið í nýja tölublaði Mannlífs, Sjóarinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -