Viðtal Kastljóss við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í gær hefur vakið mikla athygli. Kári líkti Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við hrokafulla tíu ára stelpu, greindi frá því að hann væri búinn að láta loka á símanúmer Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnarlæknis og sagði óviðunandi að ekki hefði verið leitað til sérfræðinga Íslenskrar erfðagreiningar við mat á skimunarverkefni á Keflavíkurflugvelli svo nokkur dæmi séu tekin.
Einar Þorsteinsson, umsjónarmaður Kastljós, kallaði Kára „ruglaðan“ og Kári sagðist þekkja menn sem myndu taka undir það með honum.
Þá lýsti Kári yfir óánægju sinni með að heilbrigðisráðherra hafi ekki þakkað starfsfólki Íslenskrar erfðagreiningar á upplýsingafundi almannavarna á mánudaginn.
Margt fólk hefur tjáð sig um innihald viðtalsins á Twitter. Rithöfundurinn Stefán Máni skellihló, Dóra Björt, borgarfulltrúi Pírata, varð orðlaus og Una Sighvatsdóttir, sagði að um „dramadrottningaviðtal“ hafi verið að ræða.
Ég hef aldrei áður skellihlegið yfir Kastljósinu! 😅
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) May 27, 2020
Leiðtogi í heilbrigðisgeiranum með sært egó segir kvenkyns heilbrigðisráðherra hegða sér eins og hrokafull lítil tíu ára stelpa fyrir að leita til hans um skimun. Í sama viðtali hrósar hann karlkyns sóttvarnarlækni fyrir hlýja nærveru og segist vilja skima fyrir hann. Orðlaus. pic.twitter.com/iQSyx3GBCQ
— Dóra Björt (@DoraBjort) May 27, 2020
Vá Kastljós kvöldsins var fyndnara en Áramótaskaup síðustu tuttugu ára samanlagt 😂
— Birgitta Sigursteins (@birgittasig) May 27, 2020
Að horfa á Kára Stef í kastljósi er eins og að horfa á vin þinn vera skammaðan af foreldrum sínum. Maður fær hnút í magann en samt í kasti. #kastljos
— Thelma Rut Haukdal (@thelmaruthm) May 27, 2020
Athyglisverðar niðurstöður þrotlauss ævistarfs við erfðarannsóknir: Helsta einkenni 10 ára stelpna er hroki.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) May 28, 2020
Skil ekki alveg þetta diss á Kára Stefánsson. Þið væruð öll alveg jafn geðvond og brjáluð ef þið væruð þetta miklir snillingar.
— Helgi Hrafn Gunnarsson (@helgihg) May 27, 2020
Hahaha fyndnasta viðtal sem ég hef séð. pic.twitter.com/ndIQ2o5lnz
— Hllgrmr Odssn (@hallgrimuro) May 27, 2020
Kári að vera brjálaði vísindamaðurinn sem hann er, hlýtur að vera eitt besta kontent sem ég hef séð lengi. #kastljós #kári
— @𝗲𝟭𝟴𝗻 (@e18n) May 27, 2020
Jæja það er ljóst Einar Þorsteinsson þú ert fáviti! Segir maður “þú ert alveg ruglaður” við viðmælendur í sjónvarpi??🤬🤬 nú er kominn tími á að þú gerir eitthvað annað við hrokann þinn en að vera fyrir okkur hinum á skjánum! #ruv #kastljos #einarthorsteinsson
— Siddý Gunnars (@SidGunn) May 27, 2020
Kári Stefánsson er mættur í svokallað dramadrottningarviðtal í Kastljósinu.
— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) May 27, 2020
Kári Stefánsson hélt stillingu sinni í alveg tvo mánuði í Covidfárinu og sýndi þannig gríðarlega sjálfsstjórn í þágu þjóðarhagsmuna. Ekkert skrýtið að hann springi með miklum látum núna þegar hann má það aftur.
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) May 27, 2020
Ég get svo sem ekki talað fyrir neina aðra, en ég legg til að við þökkum kára Stef og DeCode fyrir góð störf í COVID-19 faraldrinum fyrst að heilbrigðisráðherrann gleymdi því. @takkkári @takkdecode
— Valur Grettisson (@valurgr) May 27, 2020