„Afi minn var alla ævi á sjó, kom í land gamall maður með lúnar fætur. Hann missti son sinn á sjó og líka sonarson. Amma var sjómannskona og sá um allt í landi meðan afi var í löngum túrum, oft við Grænland og Nýfundnaland og oft í siglingum. Amma var hörkutól, eins og gjarnt var um konur í þessari stöðu, á meðan afi var blíðastur allra í landi. Bræður mínir voru lengi á sjó, einn nánast alla starfsævina og annar næstum hálfa. Hálfbróðir okkar hefur verið farmaður alla sína tíð og ég fór sjálfur á tvær vertíðar og pabbi reyndi fyrir sér á skaki. Ég gæti talið upp fleiri í ættinni, t.d. Óla Karls sem var vís til alls og var alla ævi á síðutogurum.“ Svona byrjar mögnuð Facebook-færsla Gunnars Smára Egilssonar, sósíalistaforingja.
Færsluna skrifaði Gunnar í tilefni af sjómannadeginum sem haldinn var hátíðlegur um allt land í gær. Þar fer hann yfir sögu forfeðra og mæðra sinna og hvernig þau háðu „stórkostlegustu mannréttindabaráttu Íslandssögunnar“ með því að sækja sér „kosningarétt, verkfallsrétt og samningsrétt og rödd.“ Segir Gunnar Möggann og auðvaldið hafi endurskrifað söguna með því að segja að „athafnaskáld hafi komið með nútímann til Íslands.“ Restina af hinu mögnuðu færslu má lesa hér að neðan.