Brottrekstur Skerjafjarðarskáldsins Kristjáns Hreinssonar frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands vakti mikla athygli. Kristján var látinn fara í kjölfar þess að hann skrifaði grein eins og Mannlíf greindi frá.
Margir eru á þeirri skoðun að þarna hafi verið gengið of langt og að skáldið úr Skerjafirðinum sé fórnarlamb rétthugsunar og hreinsana.
Einar Gautur Steingrímsson lögmaður er ómyrkur í skrifum á Facebook og telur að McCarthy tímabil sé runnið upp á Íslandi þar sem ofsóknir séu sjálfsagðar og ekki spurt um sekt eða sýknu. „Fólk missir vinnu fyrir ímyndaðar sakir í rétttrúnaðaræði sem runnið er á fólk. Flestir sem segja fólki upp eru þó ekki hugsjónarmenn heldur hugleysingjar sem þora ekki öðru,“ skrifar Einar Gautur. Fjölmargir aðrir taka málstað Kristjáns og telja að hann sé saklaus af því að hafa sýnt fordóma gagnvart transfólki sem vissulega hefur átt erfitt uppdráttar í samfélaginu. Staðreynd málsins er sú að hann fjallar ekkert í grein sinni um transfólk …