Einn umdeildasti útgerðarmaður landsins, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson í Vestmannaeyjum, stórgræddi á þjóð sinni ef dómur undirréttar í makrílmálinu svokallaða stendur. Sigurgeir krafðist fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar og tengdrar útgerðar bóta upp á milljarða króna vegna úthlutunar á markrílkvóta. Undirréttur fyrirskipaði að Huginn VE-55 og Vinnslustöðin skyldu fá tvo milljarða króna í skaðabætur.
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra hefur þegar lýst því yfir að málinu verði áfrýjað til æðra dómsstigs. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði einnig lýst andúð sinni á málaferlum sægreifans í Vestmannaeyjum á hendur íslenskri þjóð. Fleiri útgerðir höfðu uppi áform um að sækja bætur en hurfu frá því vegna háværrar gagnrýni. Það er mat margra að mál þetta grafi undan kvótakerfinu og kalli á aukna andúð almennings. Ólíklegt þykir að dómurinn standi á æðra dómsstigi …