- Auglýsing -
Knattspyrnumaðurinn Sverrir Ingi Ingason og kona hans, Hrefna Dís Halldórsdóttir, hafa nú keypt risastórt einbýlishús – 393 fermetrar að stærð – við Fróðaþing í Kópavogi.
Húsið var reist árið 2009; verðið var litlar 231 milljón, í krónum talið.
Sverrir Ingi og Hrefna Dís hafa fengið húsið afhent og nú getur litla fjölskyldan komið sér vel fyrir í Kópavogi – en þau eiga litla dóttur, sem er fædd árið 2019; eiga svo von á öðru barni.