Margir minnast Árna Johnsen á samfélagsmiðlum eftir að fregnir af andláti hans tóku að birtast á fjölmiðlum í dag. Einn þeirra er Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður.
Í færslu sinni rifjar Illugi upp er hann var kornungur blaðamaður þar sem hann skrifaði stuttan texta um nýútkomna spennusögu eftir vinsælan höfund á þeim tíma. Fannst Illugi bókin góð en um kvöldið, laugardaginn sem Helgar-Tíminn kom út, en pistill Illuga birtist þar, var barið hraustlega á dyrnar heima hjá hinum unga blaðamanni. Það var Árni Johnsen sjálfur sem knúði á dyr. Færsluna má lesa hér að neðan:
„Einu sinni, þegar ég var kornungur blaðamaður árið 1981, skrifaði ég stutta klausu í Helgar-Tímann um alveg nýútkominn reyfara eftir þá mjög vinsælan höfund, Robert Ludlum minnir mig. Lét ég þokkalega af bókinni. Helgar-Tíminn kom út á laugardögum og um tíuleytið þá um kvöldið er barið mjög hraustlega að dyrum heima hjá mér svo húsið nærri því skalf. Ég vissi ekki á hverju var von, en fyrir dyrum úti stóð þá enginn annar en Árni Johnsen, sem ég hafði þá oft séð niðrá Mogga sem vinnufélaga mömmu, en þekkti að öðru leyti ekki persónulega. Nú fyllti hann allt í einu nánast út í dyragættina hjá mér þetta laugardagskvöld. Og hann mátti ekki vera að því að heilsa, heldur vatt sér beint að efninu: