Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Facebook-hópur Guðna lifnar við: Heimilisleg stemning, einfalt og engir peningar í spilinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Facebook-hópurinn Stuðningsfólk Guðna Th. forseta Íslands hefur lifnað við að nýju á samfélagsmiðlinum, en hópurinn var stofnaður vegna framboðs Guðna árið 2016. Um 5600 manns eru í hópnum þegar þetta er skrifað.

„Það fór allt á stað á sunnudaginn eftir Silfrið,“ segir Sveinn Waage markaðsmaður og einn fjögurra stjórnenda hópsins, í samtali við DV.

„Þetta er í raun mjög heimilislegt. Við erum ekkert að leggjast yfir neina ritstjórnastefnu. Við erum málefnaleg og hafin yfir leiðindi. Það er eina stefnan. Með Guðna er það þetta einfalt, það sem þú sérð er það sem þú færð,” segir Sveinn og segir alla sem að hópnum standa í sjálfboðastarfi og í raun vini sem eru að hjálpast að.

Í nýjustu færslunni þakkar Guðni sjálfur fyrir allan þann stuðning, hlýhug og velvilja sem honum og eiginkonu hans, Elizu, hefur verið sýndur. Segir hann að nú rifjist upp góðar stundir frá kosningabaráttunni fyrir fjórum árum.

„Það voru ógleymanlegar stundir, krafturinn í öllum sem vildu leggja sitt af mörkum í stóru sem smáu,“ segir Guðni.

„Við ætlum að endurtaka leikinn núna en kosningabaráttan verður þó með öðrum hætti en síðast. Við verðum ekki með kosningaskrifstofur eða heimasíðu og ferðum verður stillt í hóf. Við Eliza þurfum ekki að kynna okkur núna, nú gegni ég embætti forseta og fólk veit hvað ég stend fyrir. Blessunarlega höfum við notið lýðhylli og göngum bjartsýn og vonglöð til kosninga. Að sjálfsögðu viljum við sýna því fullkomna virðingu að Íslendingar mega kjósa sér forseta á fjögurra ára fresti. Þótt öll okkar framboðsvinna verði viðaminni núna höfum við sömu gildi í heiðri og fyrri daginn, heiðarleika og kappsemi, ákveðni, kurteisi og einlægni.“

- Auglýsing -

Þeir sem vilja leggja eitthvað af mörkum geta haft samband í hópnum eða með því að senda tölvupóst á [email protected].

Vill meira líf í kosningabaráttuna

Þorsteinn Guðmundsson leikari slær á létta strengi í hópnum: „Þetta mætti nú vera aðeins meira spennandi kosning. Er ekki hægt að koma af sögu um Guðna til að gera þetta jafnara? Að hann hafi rænt sjoppu eða stolið sláttuvél. Ekkert of alvarlegt en nóg til að hleypa lífi í kosningabaráttuna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -