Mánudagur 6. janúar, 2025
-4 C
Reykjavik

Seðlabankinn kyndir undir óstöðugleika: „Verðbólgan […] leiðir ekki til þyngri greiðslubyrði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Marinó G. Njálsson, fyrrum formaður Hagsmunasamtök Heimilanna bendir á tvískinnungshátt í stefnu Seðlabankans og gagnrýnir vinnubrögð Seðlabankastjórans og segir bankann brjóta eigin lög í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Telur Marinó þrálátar vaxtahækkanir peningastefnunefndar Seðlabankans ógna fjármálastöðugleikanum. Marinó hefur færslu sína með tilvísun í orð fjármálastöðugleikanefndar til þjóðarinnar:

„Fjármálastöðugleiki er ekki í hættu, en samt eiga allir að passa sig.
Nokkurn veginn þannig eru skilaboð fjármálastöðugleikanefndar til þjóðarinnar. Vegna hækkunar vaxta, þá eiga bankarnir að vera góðir við lántaka. Vegna þess að tímabil fastra vaxta er að renna sitt skeið, þá eiga heimilin að passa sig.“

Hann vísar í og leiðréttir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar um að verðbólga og skarpar vaxtahækkanir leiði til þyngri greiðslubyrði lántakanda með lán á breytilegum vöxtum:

„Err, nei, verðbólgan ein og sér leiðir ekki til þyngri greiðslubyrði lána með breytilegum nafnvöxtum. Það er skörp hækkun vaxta Seðlabankans sem leiðir til þessarar þyngri greiðslubyrði.“

Marinó hvetur nefndarmenn fjármálastöðugleikanefndar, peningastefnunefndar og Seðlabankastjóra til að lesa viðtal sem birtist í fyrradag á Heimildinni við Olav Guttesen, bankastjóra Betri Banka í Færeyjum. Þar var bankastjórinn spurður hvernig rekstur bankans þyldi við að hafa neikvæða raunvexti á útlánum sínum sem Olav svarar:

„Við lítum ekki á það þannig. Við borgum innistæðueigendum vexti. Tekjurnar okkar markast af vöxtunum sem við fáum af útlánum. Við erum fjármögnuð af innistæðum.“

- Auglýsing -

Marinó tekur undir orð Olavs og vill meina að það heilaþvott af hálfu Seðlabankans þegar nefndur er skaðinn við hófsama vexti, og telur Marinó þann þvott halda áfram. Marinó bætir máli sínu til stuðnings:

„Það sem meira er, að verðbólga er í nánast öllum löndum heims notuð til að draga úr skuldabyrði heimilanna sem hlutfall af tekjum þeirra.“

Fjármálastöðugleikinn
Marinó G. Njálsson kastar ljósi á að ógn við fjármálastöðugleikann hefur myndast vegna þeirra óhóflegu vaxtahækkana sem settar hafa verið á undir stjórn Peningastefnunefndar og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Marinó spyr því næst:

- Auglýsing -

„Við núverandi ástand er spurningin hvort er meiri ógn, óstöðugt verðlag eða skortur á fjármálastöðugleika?“

Marinó bendir á að lántökum er skylt samkvæmt lögum um húsnæðislán að fara í greiðslumat við endurskoðun fastra vaxta. Sá lagaliður mun hafa gríðarleg áhrif á fjármálastöðugleikann enda hafa vaxtahækkanirnar verið langt fram úr mörkum:

„Þá þurfa lántakar að fara í greiðslumat, skv. 23. gr. laga nr. 118/2016 um húsnæðislán til neytenda, hækki greiðslubyrði lána um meira en 20%. Vaxtahækkun úr 3% í 9% fer langt fram út þeim mörkum og líka þó hækkunin verði „bara“ í 7%. Slík hækkun mun hækka húsnæðislið vísitölu neysluverðs og óvissa um hvort lántakar standist greiðslumat mun hafa áhrif á fjármálastöðugleika. Auðvitað má redda þessu með því að breyta lögunum, en standi lántakar ekki undir hækkuninni, þá fjölgar vanskilum og fjármálastöðugleika er ógnað.“

Marinó vísar í lög Seðlabanka Íslands um að stofnunin skuli stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi og ritar:

„Mér sýnist sem tvennt þetta fyrra sé fokið út í verður og vind, traustið á fjármálastarfsemi í landinu hefur nú ekki risið hátt í ein 15 ár og eftir að Seðlabankinn leyfði sölu á Borgun og Valitor til erlendra aðila, þá er spurningin hvert öryggið er.“

Hann segist þess viss að innan Seðlabankans vinni vel meinandi starfsfólk sem hugsi um hagsmuni þjóðarinnar, en að ofskömmtun þess meðals sem gripið hafi verið til geti leitt til ofskömmtunar: „Ég er held nú sé kominn tími til að minnka skammtinn og sjá hvort að sjúklingurinn braggist,“ skrifar Marinó.

Hann segir að ef horft sé til framtíðar að þá sé vaxtastefna Seðlabankans einatt að kynda undir óstöðugleikann og sem nú þegar hefur stuðlað að miklum samdrætti í uppbyggingu á húsnæðismarkaði og segir:

„ … þar sem engum heilvita verktaka dettur í hug að fjármagna framkvæmdir sínar á 15% vöxtum og þaðan af verra, meðan mikil óvissa ríkir um hverjir geta keypt og hve langan tíma það gæti tekið. Íbúðaskortur er þegar orðinn mikill og eykst með hverjum mánuðinum, meðan fólksfjölgun hefur líklega ekki verið hraðari frá dögum Svarta víkingsins.“

Spurningar til seðlabankastjóra

Undir lokin ber Marinó fram spurningar til Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra:

  • „Hvernig ætlar bankinn að losa um þann hnút sem hann hefur verið að hnýta?“
  • „Hvernig mun Seðlabankinn stuðla að því að húsnæðisframkvæmdir komist á skrið án þess að húsnæðisverð hækki upp úr öllu valdi?“
  • „Eða ætlast Seðlabankinn til að einhverjir aðrir finni leiðina út úr völundarhúsi aðgerða bankans?“

Marinó hefur litla trú á úrræðum ríkistjórnarinnar og bendir á hverjir eigi raunverulega eftir að maka vaxtakrók bankanna hlaupa undir bagga þessar gríðalegu hækkana:

„Ég veit, að til þess hóps telst ekki ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, miðað við að öll úrræði hennar eiga að koma seinna og eru hvorki fugl né fiskur. Ekki eru það atvinnurekendur og hlutafjáreigendur sem telja það heilagaskyldu sína að maka krókinn og hækka hagnað sinn. Þá eru bara launafólk og lífeyrisþegar eftir!“

Hér að neðan má sjá færslu Marinós G. Njálssonar í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -