Laugardagur 21. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Kristján Hreinsson með lögmann gegn Háskólanum: „Mér brá þegar ég las um brottrekstur Kristjáns“.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mér brá þegar ég las um brottrekstur Kristjáns Hreinssonar frá Háskóla Íslands, þótt ekki geti ég sagt að ég hafi verið hissa, því teiknin hafa verið á lofti, brá samt,“ skrifar Eyjólfur Kjalar, prófessor í Osló, um brottrekstur Skerjafjarðarskáldsins frá Háskóla Íslands. Kristján vcar rekinn í framhaldi af Facebook-færslu sem var af einhverjum túlkuð sem andúð á transfólki en snýr í raun að stuðningi við minnihlutahópa ef grannt er skoðað.

Eyjólfur Kjalar telur að þessi aðgerð Háskólans sé aðför.

„Þessi brottrekstur er ekkert annað en aðför að málfrelsinu í landinu–ekki í nafni almennings (sem væri þó verra ef svo væri), heldur yfirvalda sem eru lafhrædd við fámennan ofstækishóp siðblindingja sem vita ekki hvað málfrelsi er eða hvers virði það er og eru tilbúin að heimta brottrekstur og útskúfun hvers sem er ekki á sama máli og þau um hvaðeina,“ segir Eyjólfur í færslu sinni.

Kristján skrifar nýja færslu á Facebook þar sem sýnir með rökum að hann hafði ekki vegið að transfólki í færslu hans.

„Samfélagsmiðlar hafa sannað að umræðan er á villigötum. Ég er sakaður um hatursáróður. Fólk leggst svo lágt að segja mig tilheyra dreggjum samfélagsins – það er sagt á forsendum sem eru pistli mínum algjörlega óviðkomandi. Þeir sem þekkja mig vita að ég ver málstað fólks með kjafti og klóm. Þeir sem þekkja mig vita einnig að ég er ekki maður haturs eða fordóma. Ég rétti fram hjálparhönd, ég býð minnihlutahópum að finna bestu leiðina, þá er ráðist að mér úr ýmsum áttum. Nú þætti mér gaman að fara að sjá hjá einhverjum haldbær rök sem sýna hvar ég ræðst á tiltekna hópa í pistli mínum. Hvar ræðst ég að einstaklingi eða tilteknum hóp?“ spyr Kristján sem er búinn að ráða Evu Hauksdóttur lögmann til þess að gæta hagsmuna sinna gagnvart Háskóla Íslands. Líklegt þykir að þessi æðsta menntastofnun þjóðarinnar sé bótaskyld gagnvart Kristjáni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -