Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Breaking Bad leikari lést í svefni 52 ára að aldri: „Verður sárt saknað af þeim sem elskuðu hann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breaking Bad leikarinn Mike Batayeh lést í svefni þann 1. júní, aðeins 52 ára að aldri. Banamein hans var hjartaáfall.

Blessuð sé minning hans

Systir Mike, Diane sagði í viðtali að andlát hans hafi borið brátt að og að hann hefði ekki glímt við hjartavandamál áður.

„Hans verður sárt saknað af þeim sem elskuðu hann, og hans einstaki hæfileiki til að fá fólk til að hlæja og gleðjast,“ sagði í tilkynningu frá fjölskyldu hans sem birtist í gær.

Mike lék Dennis Markowski í Breaking Bad en persóna hans var framkvæmdarstjóri Lavanderia Brillante þvottahússins sem var frontur fyrir metamfetamínverksmiðju þeirra félaga, Walter White og Jesse Pinkman.

Einnig lék hann í þáttum á borð við The Bernie Mac Show, Boy Meets World og CSI: Miami. Þá var hann aukreitis grínisti en aðeins tveimur vikum fyrir andlátið birti hann klippur úr uppistandi hans, á Instagram.

Mike lék einnig í þó nokkrum kvikmyndum, meðal annars í X-Men: Days of Future Past og Gas. Árið 2016 talaði hann um ást sína á að vinna við ódýrum kvikmyndir, á móti dýrum myndum. „Mér líkar óháðar kvikmyndir meira. Það er eitthvað við ódýrar kvikmyndir og ég held að það sé meiri félagsskapur í þeim. Í dýru myndunum er fólk meira útaf fyrir sig. Mín reynsla er sú að ég hef verið lengur í tökum í óháðu myndunum.“

- Auglýsing -

Samt sem áður naut Mike þess einnig að leika í stórmyndunum, þar á meðal Adam Sandler myndinni You Don´t Mess with the Zohan sem sló í gegn 2008. „Dýru myndirnar eru skemmtilegri. Ég var í nokkra daga í tökum á þessari en persónulega líkar mér betur að vinna við óháðar kvikmyndir.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -