„Fyrirmyndin er þekkt, hún var fundin upp árið 1919 í Versölum í lok fyrra heimsstríðs og varð til þess að ala og framlengja óvild og hatur milli þjóða og varð síðan frjór jarðvegur til öfganasismann sem þreifst vel í slíkri mold,“ segir Ögmundur Jónasson í samtali við mbl.is.og var þá að svara því hvernig honum lítist á tjónaskýrsluna sem á að gera svo hægt verði að rukka Rússland fyrir eyðilegginguna í Úkraínu að stríði loknu. Egill Helgason furðar sér á orðum Ögmundar.
„Ég hélt að menn hafi lært af reynslunni,“ sagði Ögmundur ennfremur og hélt áfram „Hvað varðar stríðsskaðabætur er það mesti misskilningur sem hægt er að hugsa sér að það verði Pútín eða stjórnvöld í Rússlandi sem greiði þessar hugsanlegu stríðsskaða bætur. Það er þjóðin, rússneska þjóðin, sem kæmi til með að gera það.“
Egill Helgason fjölmiðlamaður skrifaði færslu við fréttina á Facebook þar sem hann furðar sig á fólki sem hafi áhyggjur af tjónaskýrlunni.
„Alveg er það furðulegur andskoti að menn hafi áhyggjur af því, mitt í grimmri innrás Rússa í Úkraínu, að Rússland þurfi að sæta einhvers konar Versalasamningum að stríðinu loknu. Þetta er ekki beint það sem maður veltir fyrir sér þegar maður horfir á borgir og innviði í rúst, hroðalega eyðileggingu og mannfall og börn sem er stolið frá Úkraínu til ættleiðingar í Rússlandi.“